Röfl
 
laugardagur, 27. júlí 2002
Glæpur og refsing

Því hefur verið haldið fram að áður en hægt sé að refsa nokkrum manni fyrir glæp þá þurfi að finna fórnarlamb glæpsins, helst þá væntanlega blóðugt og marið. Því sé fórnarlamb nokkurs konar forsenda þess að glæpur hafi verið framinn. Skoðum þetta nánar, og eins og alltaf þegar pólitík er annars vegar skulum við setja fram litla ólíkindalega dæmisögu:

Danni er 19 ára, og er nýbúinn að fá sér nýjan bíl. Danna finnst gaman að keyra, og þeim mun skemmtilegra sem bíllinn fer hraðar. Því ákveður hann eitt föstudagskvöld að fara með bílinn sinn á Krísuvíkurveginn og standa hann þar eins hratt og hann kemst. Svo langt sem augað eygir sést enginn bíll, nema bíllinn hans Danna sem nú er kominn á 190 km/klst hraða. Danni skemmtir sér konunglega, hefur aldrei á ævinni keyrt svona hratt, en þarf auðvitað báðar akreinarnar út af fyrir sig á þessum hraða.

Hér er augljóslega verið að brjóta íslensk umferðarlög, því hámarkshraði á Krísuvíkurveginum er 90km/klst. En hver kvartar? Ekki Danni! Vegurinn er beinn og breiður og Danni á ekki í neinum vandræðum með að halda bílnum á honum. Hér er því væntanlega ekki verið að fremja neinn glæp, því ég sé ekkert fórnarlamb.

Danni sér það ekki heldur, fyrr en Hilmar kemur úr hinni áttinni með afabörnin sín tvö, seinn eftir að hafa sprengt dekk á leiðinni.

Hvenær fremur Danni glæpinn? Þegar hann steig á bensíngjöfina þannig að bíllinn hans fór yfir 90km/klst? Þegar bíllinn hans var kominn á það mikinn hraða að fyrisjáanlegt var að hann gæti ekki brugðist við óvæntum aðstæðum? Eða kannski ekki fyrri en hann keyrði á bíl Hilmars og bjó þar með til þrjú fórnarlömb?

 
tengdur í 8034 daga
Síðast uppfært: 21.5.2002, 12:07
status
Youre not logged in ... Login
menu
... home
... topics
... galleries
... Home
... Tags

... antville home
maí 2024
sun.mán.þri.mið.fim.fös.lau.
1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031
júlí
recent
recent

RSS Feed

Made with Antville
powered by
Helma Object Publisher