Röfl
 
þriðjudagur, 29. júlí 2003
hmmm já

þetta er víst til ennþá. Fyrir þá sem ekki vita, þá er ég fluttur og blogga nú hingað

... Link


þriðjudagur, 8. október 2002
allir eru frjálsir

Einhvern tíman fyrir löngu síðan tók ríkisstjórn Davíðs Oddssonar við völdum hér á landi, og hefur hún setið sleitulaust síðan. Skömmu eftir valdatökuna voru eftirfarandi boðorð rituð á gafl stjórnarráðsins, og hafa sannfærðir stuðningsmenn téðrar stjórnar haft þau að leiðarljósi æ síðan:

1. Allir félagshyggjumenn eru óvinir okkar
2. Allir frjálslyndir og hægrisinnaðir eru vinir okkar
3. Enginn má styðja ríkisrekstur
4. Enginn má styðja ríkisafskipti
5. Enginn má vera á móti virkjunum
6. Enginn stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar má vera ósammála stjórninni.
7. Allir eru frjálsir

Síðan þetta var hefur mikið vatn runnið til sjávar, sumt með viðkomu á stjórnarráðsgaflinum og hafa boðorðin því máðst með tímanum, en Davíð hefur gætt þess að skrifa þau upp aftur þegar erfitt var orðið að lesa þau. Stundum hafa þau skolast örlítið til í uppskriftinni, eftir eina enduruppskriftina var boðorð 6 t.d. orðið svona:

6. Enginn stuðningsmaður stjórnarinnar má vera ósammála sjálfstæðisflokknum.

Skömmu fyrir síðustu kosningar var boðorð 2 orðið máð, raunar ólæsilegt við enduruppskriftina breyttist það og varð svona:

2. Allir frjálslyndir sjálfstæðismenn og hægrimenn eru vinir okkar.

Nú um helgina var svo langt viðtal við Davíð í DV þar sem hann varaði fólk við fólskuverkum vinstrimanna og kvartaði yfir því að sumir kynnu ekki að höndla allt frelsið sem hann af góðvild sinni hafði fært þeim, og svoleiðis menn ætti að slá duglega í hausinn. Það virðist semsagt greinilegt að þessi sjö boðorð eru of mörg til að gott sé að muna þau. Þess vegna verður á næstunni gefið út eitt boðorð sem getur komið í staðinn fyrir öll hin sjö, nefnilega:

Allir eru frjálsir
en sumir eru frjálsari en aðrir.

... Link


mánudagur, 7. október 2002
Afsakið

Seðlabankastjórastóll ál-Finns er að sjálfsögðu þinglýst eign framsóknarflokksins og fljótfærni af mér að ætla sjálfstæðismanninum Birni svo grænan stól

... Link


föstudagur, 27. september 2002
hrókur finnur átta

Jæja, þá er búið að hrókera ál-Finni yfir í VÍS og einn stóll orðinn laus í Seðlabankanum. Búið er að setja Ingimund Friðriksson, langreyndan starfsmann seðlabankans í stólinn til bráðabirgða, en þetta mun vera í fyrsta skipti í fjölda ára sem maður með reynslu af rekstri seðlabanka er skipaður í slíkt embætti. Ingimundur mun þó ekki verma stól Finns lengi, eða rétt fram yfir næstu kosningar, svona til að valda ekki úlfúð meðal kjósenda svona rétt fyrir kosningar.

Og þá er bara spurningin, hverjum skyldi stóllinn svo vera ætlaður til frambúðar.

... Link


laugardagur, 21. september 2002
Málsvörn... eða

Málsmetandi menn hafa ýjað að því að athafnir mínar séu í hrópandi ósamræmi við skoðanir mínar, og því sé ég ómarktækur á allan hátt. Ástæðan er annars vegar áhugamál mitt og hins vegar stjórnmálaskoðanir. Þannig er mál með vexti að ég hef mikinn áhuga á veiði, bæði skotveiði og stangveiði og fer því gjarnan um íslenska náttúru vopnaður veiðistöng eða haglabyssu og veiði mér ýmist siglung, endur eða gæsir í matinn. Hisn vegar hef ég oft lýst því yfir að ég hafi miklar efasemdir um ýmis virkjanaáform sem menn hafa uppi á hálendi Íslands, og ber þar sérstaklega að nefna gerð uppistöðulóna á Eyjabökkum og í neðri hluta Þjórsárvera, auk hinnar risavöxnu stíflu við Kárahnjúka. Hin meinta mótsögn felst í því að ég vilji fyrir alla muni vernda varpsvæði heiðagæsa (og heimkynni silungs, ef út í það fer), en dundi mér svo við það í frístundum að rangla um þessi sömu svæði og drepa þessi sömu dýr.

Reyndar er rétt að taka það fram að sá sem setti fram þessa gagnrýni gerði það ekki í mikilli alvöru, heldur í formi brandara. Samt sem áður sé ég mig knúinn til að svara því mér finnst vegið að mínum mikilvægustu gildum, og þau hlýt ég að verja fyrir hverri atlögu hversu máttlaus sem hún er.

Því er fyrst til að svara að veiði á villtri bráð hefur mannkynið stundað frá örófi alda, svo athöfnin sem slík á ótvíræðan rétt á sér. Ef við svo berum lón á Eyjabökkum saman við t.d. skotveiði sést að þó þetta tvennt hafi það sameiginlegt að snerta líf og dauða gæsa á íslandi, þá er einn grundvallarmunur á. Hann er sá að veiðarnar eru sjálfbær nýting á náttúrunni. Jafnvel þó ég færi um Eyjabakka og skyti þar 300 gæsir hefði það ekki önnur áhrif en þau að næsta sumar hefðu 150 gæsapör sem að öðrum kosti hefðu fengið engin eða léleg hreiðurstæði verpt á betri stöðum og komið upp fleiri ungum en annars, og að ári væru hér aftur jafnmargar gæsir og hér eru nú. Skyti ég helming allra gæsa á Eyjabökkum tæki það stofninn líklega nokkur ár að fylla í skarðið, en innan fárra ára tækist það þó.

Uppistöðulón á Eyjabökkum (eða Þjórsárverum) drepur reyndar fáar gæsir beint, þær drukna líklega ekki í lóninu enda ágætlega syndar. Hins vegar myndi slíkt lón kaffæra ótalmörg hreiðurstæði og beitarland gæsanna og þannig minnka stofninn verulega um alla framtíð. Málið er nefnilega ekki eins einfalt og sumir hafa haldið fram, að gæsirnar geti einfaldlega flogið "eitthvert annað" og verpt þar, til þess er einfaldlega ekki nóg gras á hálendinu. Og þetta er einmitt kjarni málsins; lónið veldur varanlegum breytingum á stofninum sem enginn vegur er að afturkalla, jafnvel þó lónið hverfi. Hófleg veiði hins vegar spillir ekki heimkynnum bráðarinnar, og auðvelt er að afturkalla allar stofnstærðarbreytingar af völdum skotveiða, einfaldlega með því að hætta að skjóta.

Nákvæmlega sömu rök gilda um silunginn. Það er grundvallarmunur á því að útrýma silungi af stóru svæði og að fara með veiðistöng og veiða nokkrar bleikjur í soðið, og þeir sem til þekkja vita ða fyrr botnfrýs bæjarlækurinn hjá þeim vonda í neðra en að menn nái að gera silungsstofnum í íslenskum fjallavötnum varanlega skráveifu með veiðistöng að vopni.

(framhald síðar...)

... Link


föstudagur, 30. ágúst 2002
nörd?

Ég hélt ég væri hættur að vera tölvunörd. Svo lendir maður í því að fara með heilt kvöld í eitthvað svona. Ætli líðanin sé þá ekki eins og hjá föllnum alka, eða hvað?

... Link


fimmtudagur, 1. ágúst 2002
Naglinn hittur beint í höfuðið.

Það er stundum hægt að vera sammála Pawel.

... Link


laugardagur, 27. júlí 2002
Glæpur og refsing

Því hefur verið haldið fram að áður en hægt sé að refsa nokkrum manni fyrir glæp þá þurfi að finna fórnarlamb glæpsins, helst þá væntanlega blóðugt og marið. Því sé fórnarlamb nokkurs konar forsenda þess að glæpur hafi verið framinn. Skoðum þetta nánar, og eins og alltaf þegar pólitík er annars vegar skulum við setja fram litla ólíkindalega dæmisögu:

Danni er 19 ára, og er nýbúinn að fá sér nýjan bíl. Danna finnst gaman að keyra, og þeim mun skemmtilegra sem bíllinn fer hraðar. Því ákveður hann eitt föstudagskvöld að fara með bílinn sinn á Krísuvíkurveginn og standa hann þar eins hratt og hann kemst. Svo langt sem augað eygir sést enginn bíll, nema bíllinn hans Danna sem nú er kominn á 190 km/klst hraða. Danni skemmtir sér konunglega, hefur aldrei á ævinni keyrt svona hratt, en þarf auðvitað báðar akreinarnar út af fyrir sig á þessum hraða.

Hér er augljóslega verið að brjóta íslensk umferðarlög, því hámarkshraði á Krísuvíkurveginum er 90km/klst. En hver kvartar? Ekki Danni! Vegurinn er beinn og breiður og Danni á ekki í neinum vandræðum með að halda bílnum á honum. Hér er því væntanlega ekki verið að fremja neinn glæp, því ég sé ekkert fórnarlamb.

Danni sér það ekki heldur, fyrr en Hilmar kemur úr hinni áttinni með afabörnin sín tvö, seinn eftir að hafa sprengt dekk á leiðinni.

Hvenær fremur Danni glæpinn? Þegar hann steig á bensíngjöfina þannig að bíllinn hans fór yfir 90km/klst? Þegar bíllinn hans var kominn á það mikinn hraða að fyrisjáanlegt var að hann gæti ekki brugðist við óvæntum aðstæðum? Eða kannski ekki fyrri en hann keyrði á bíl Hilmars og bjó þar með til þrjú fórnarlömb?

... Link


miðvikudagur, 24. júlí 2002
Allt að gerast

Nú er allt að gerast á netinu. Af öllum mögulegum og (þó aðallega) ómögulegum mönnum er Pawel kominn með heimasíðu og farinn að blogga um pendúla o.fl. eðlisfræðitengd hugðarefni sín af miklu kappi. Að auki ber að nefna hinn ágæta Hafó formann sem sett hefur upp mikla skrautsýningu á víðavangi internetsins.

Þess má til gamans geta að í gær uppgötvaði ég að koffín ER örvandi lyf. Fór á fund, drakk þar mikið af kaffi yfir merkilegum vangaveltum. Að því loknu keyrði ég heim en ætlaði að koma við á vídeoleigunni í leiðinni að skila spólum. Keyrði rakleiðis heim, en sá þá spólurnar í sætinu við hliðina á mér og lagði af stað í Bónusvídeo. Keyrði rakleiðis í 11-11 (var næstum búinn að keyra niður þokkadís eina rosalega) og var stiginn út úr bílnum þegar ég uppgötvaði að ég ætlaði alls ekki þangað. Settist inn í bíl í þriðja skiptið á 5 mínútum án þess að hafa náð á leiðarenda, taldi upp að tíu og keyrði rólega í Bónusvídeó, rölti pollrólegur þangað inn og rétti spólurnar yfir borðið.

Kaffi er böl

Indriði

... Link


fimmtudagur, 11. júlí 2002
Auf dem Schwanz

Begin hafði stór áform fyrir gærdaginn, og þar sem nú stefnir í ekki síðri dag en í gær (sjá hér) þá má ætla að hann hafi uppi áform um að liggja í garðinum á sprellanum, eins og í gær (af því tilefni hvet ég allt sómakært fólk til að halda sig í öruggri fjarlægð frá Ósabakkanum í kvöld og fram á morgun), þ.e. þegar hann og Haffinn skreiðast upp úr dimmu kjallaraherbergi sínu eftir langan dag við að hlaða niður þorskum af netinu. Þá er nú ekki leiðinlegt að núa þeim og öðrum kjallaravinnandi ríkisstarfsmönnum því um nasir að ég er að fara út að mæla, og get því hoppað út um mýrar og móa á sprellanum í allan dag, og það á fullu kaupi (nb. ekki í sjálfboðavinnu).

... Link


fimmtudagur, 4. júlí 2002
kominn

Jæja, þá er maður bara kominn heim og grár hversdagsleikinn tekinn við af þýskum ótemjum og villtum meyjum (eða svoleiðis sko), og því ekki frá miklu að segja hér.

Hins vegar var ég á ferðinni á veraldarvefnum áðan, og rakst þar á spennandi atvinnutilboð. Fyrir áhugasama fylgir hér smá útlistun á starfinu, vinnutíma og launakjörum:

vinnutími : u.þ.b. 7:30-22:00 virka daga, 7:30-21:00 um helgar (stundum)
Starfslýsing : smyrja, klappa, strjúka, sprauta, fóðra, reka og temja íslenska hesta.
Hlunnindi : Herbergi til að sofa í, matur að borða.
Launakjör : Herbergi til að sofa í, matur að borða.

Eins og sjá má er þetta spennandi tilboð, og því um að gera að slá til.

... Link


mánudagur, 24. júní 2002
Früh Schluss

og tha er thad komid a hreint, thyskur landbunadur hefur ekki efni a minum starfskröftum, og thvi held eg nu heim a leid; a vit aevintyranna i maelingadeild Hnits.Thad var eiginlega svolitid leidinlegt ad thurfa ad fara, en svona er thad nu, madur verdur vist ad eiga fyrir salti i grautinn naesta vetur. Eins og er stend eg uti i horni i adallestarsödinni i Hamburg og peningurinn i tikallatölvunni er alveg ad verda buinn. Se ykkur öll a naestunni.

Ykkar einlaegur
Indridi

... Link


fimmtudagur, 30. maí 2002
JESSSS

Jà, thad er kannski soldid seint i rassinn gripid, en thetta er tho agaetis rass ad gripa i, nefnilega kosningaurslitarassinn. Eg var nefnilega bara nuna ad uppgötva hvernig kosningarnar sidasta laugardag foru, thvi islensk politik er ekki mjög vinsael hja lokalblodunum her i staerstu myri i heimi.
Tha er thad semsagt komid a hreint, einungis um 40% reykviskra kjosenda hafa fallid fyrir theim arodri sjalfstaedismanna ad allt se ad fara til fjandans i Reykjavik, Geldinganesid tho med vidkomu vestur i Ananaustum, og ad tho ad nokkurra milljarda afgangur se af borgarsjodi arlega, tha se hann samt a hausnum (gaman ad bera fjarfestingu i reykviska fyrirtaekinu sem ser t.d. Kopavogi fyrir vatni og rafmagni saman vid samsvarandi fjarfestingar Kopavogsbaejar...). Onnuur urslit syndust mer ekki vera markverd, thvi i faestum tilfellum er haegt ad greina àttirnar i sveitapolitik.

Og tha er bara ein spurning ad lokum: hvenaer og tha hvar losnar naesta sendiherrastada?

... Link


hmmmm

thad er vist ekki alveg jafn gott internetsamband herna a hataeknivaedda bugardinum og eg helt, thannig ad thad verdur liklega bara ad notast vid gamla goda simann til samskipta. Her koma tho helstu punktarnir ur ferdasogunni, svona af thvi ad eg hef ekkert annad ad gera.

Ferdin byrjadi nu bara nokkud vel, thvi su sem bokadi mig i flugid hafdi vit a thvi (alveg sjalf!) ad lata mig fa saeti vid gang, th.e.a.s. thad voru engin saeti fyrir framan mig, svo eg thurfti ekki ad hnyta hnut a lappirnar a mer eins og i flestum odrum almenningssamgöngutaekjum og annars stadar thar sem saudsvortum almuganum er bodid ad setjast nidur i of throng saeti. Thegar um bord var komid gaf ad venju ad lita undurfögru flugfreyjur flugleida, en i bonus fekk eg tvaer thyskar ithrottakonur sem satu hinum megin vid gangin. Thaer hetu badar Olga, og voru a Ilandi ad keppa i kuluvarpi. Thaer hafa groskulegri skeggrot en eg og vaena istru.
A leidinni fra flugvellinum til Bremen gerdist fatt markvert annad en thad ad mjög almennilegur madur reyndi ad villa um fyrir mer med thvi ad senda mig a vitlausa brautarstod a flugvellinum, en ég sà sem betur fer i gegnum hann og fann réttu lestina, en thvi midur reyndist girkassinn i henni vera biladur, thvi hun virtist ekki komast ur fyrsta gir fyrr en eftir tvo tima. Ad lokum komst eg tho loks til Bremen, halftima of seint. Thangad sotti mig Svisslendingurinn knài, Rafael, en hann er kedjureykingamadur sem studerar ithrottafraedi vid haskola i Portugal. Hann vidhafdi thvi ad sjàlfsögdu thà stundvisi sem videigandi er, og var tveimur akademiskum korterum of seinn, alveg eins og èg.

A bugardinum (www.muellershoff.de) vinna eins og stendur thrjar tamningastelpur (Pascale og Nina fra Sviss, og hin undurfagra Jana fra Nurnberg eda eitthvad), allar um tvitugt, hin ofurlitla Nana sem à og rekur allt batteriid, ein gömul snarundarleg karlugla sem heitir Werner, einn polverji sem gerir öll skitverkin milli thess sem hann drekkur mikinn bjor (polverji sem drekkur mikinn bjor, hljomar kunnuglega...) og islendingur sem heitir Indridi.

A sunnudaginn sidasta var her dagur islenska hestsins, frabaer dagur og gladasolskin allan daginn. Eg solbrann ad sjalfsögdu eins og kotiletta a grilli og hef dansad regndans sidan, med godum arangri.

Bestu kvedjur heim a klakann
Indridi

... Link


þriðjudagur, 21. maí 2002
Test

Jæja, þá er maður bara farinn að blogga eins og allir hinir idjotarnir.

... Link


 
tengdur í 8020 daga
Síðast uppfært: 21.5.2002, 12:07
status
Youre not logged in ... Login
menu
... home
... topics
... galleries
... Home
... Tags

... antville home
maí 2024
sun.mán.þri.mið.fim.fös.lau.
1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031
júlí
recent
recent

RSS Feed

Made with Antville
powered by
Helma Object Publisher