Röfl
 
þriðjudagur, 8. október 2002
allir eru frjálsir

Einhvern tíman fyrir löngu síðan tók ríkisstjórn Davíðs Oddssonar við völdum hér á landi, og hefur hún setið sleitulaust síðan. Skömmu eftir valdatökuna voru eftirfarandi boðorð rituð á gafl stjórnarráðsins, og hafa sannfærðir stuðningsmenn téðrar stjórnar haft þau að leiðarljósi æ síðan:

1. Allir félagshyggjumenn eru óvinir okkar
2. Allir frjálslyndir og hægrisinnaðir eru vinir okkar
3. Enginn má styðja ríkisrekstur
4. Enginn má styðja ríkisafskipti
5. Enginn má vera á móti virkjunum
6. Enginn stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar má vera ósammála stjórninni.
7. Allir eru frjálsir

Síðan þetta var hefur mikið vatn runnið til sjávar, sumt með viðkomu á stjórnarráðsgaflinum og hafa boðorðin því máðst með tímanum, en Davíð hefur gætt þess að skrifa þau upp aftur þegar erfitt var orðið að lesa þau. Stundum hafa þau skolast örlítið til í uppskriftinni, eftir eina enduruppskriftina var boðorð 6 t.d. orðið svona:

6. Enginn stuðningsmaður stjórnarinnar má vera ósammála sjálfstæðisflokknum.

Skömmu fyrir síðustu kosningar var boðorð 2 orðið máð, raunar ólæsilegt við enduruppskriftina breyttist það og varð svona:

2. Allir frjálslyndir sjálfstæðismenn og hægrimenn eru vinir okkar.

Nú um helgina var svo langt viðtal við Davíð í DV þar sem hann varaði fólk við fólskuverkum vinstrimanna og kvartaði yfir því að sumir kynnu ekki að höndla allt frelsið sem hann af góðvild sinni hafði fært þeim, og svoleiðis menn ætti að slá duglega í hausinn. Það virðist semsagt greinilegt að þessi sjö boðorð eru of mörg til að gott sé að muna þau. Þess vegna verður á næstunni gefið út eitt boðorð sem getur komið í staðinn fyrir öll hin sjö, nefnilega:

Allir eru frjálsir
en sumir eru frjálsari en aðrir.

 
tengdur í 8223 daga
Síðast uppfært: 21.5.2002, 12:07
status
Youre not logged in ... Login
menu
... home
... topics
... galleries
... Home
... Tags

... antville home
nóvember 2024
sun.mán.þri.mið.fim.fös.lau.
12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
júlí
recent
recent

RSS Feed

Made with Antville
powered by
Helma Object Publisher